Kvennalið Tindastól í 1.deildinni hefur kvittað undir samning við Tikeyiah Johnson og mun hún klára tímabilið með þeim þetta árið.  Að sögn Stefáns Jónssonar formanns körfuknattleiksdeildarinnar er Tikeyiah 23 ára bakvörður sem lék með Robert Morris University á síðasta tímabili. Á tímabilinu 2012-2013 lék hún með með Arkansans University. Tindastólskonur eru sem stendur í 5. sæti 1. deildar með 2 sigra og 3 töp.