Pavel Ermolinski skellti í eina tröllvaxna þrennu í leik KR og ÍR í DHL höllinni í gærkvöldi. Pavel leiddi KR í öllum þremur tölfræðiliðunum með 24 stig, 18 fráköst og 14 stoðsendingar. Þessi tölfræði skilaði honum 41 framlagsstigi, hvorki meira né minna. Þetta er því sjötta þrennan hans Pavels á þessari leiktíð.
 
Meistari meistaranna karla:
05/10/2014 – Pavel Ermolinskij, KR – 15 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar – Sigur
 
Dominosdeild karla:
28/11/2014 – Pavel Ermolinskij, KR – 15 stig, 12 fráköst og 16 stoðsendingar – Sigur
06/11/2014 – Pavel Ermolinskij, KR – 18 stig, 13 fráköst og 17 stoðsendingar – Sigur
13/11/2014 – Tracy Smith, Skallagrímur – 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
14/11/2014 – Pavel Ermolinskij, KR – 16 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar – Sigur
12/12/2014 – Pavel Ermolinskij, KR – 15 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar – Sigur
15/01/2015 – Pavel Ermolinskij, KR – 24 stig, 18 fráköst og 14 stoðsendingar – Sigur
 
1. deild karla:
07/11/2014 – Tobin Carberry, Höttur – 24 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar – Sigur
14/11/2014 – Nathen Garth, Breiðablik – 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
 
Dominosdeild kvenna:
15/10/2014 – Arielle Wideman, Breiðablik – 17 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar – Sigur
 
Þrennukóngar, -drottningar ársins:
Pavel Ermolinskij, KR – 5
Arielle Wideman, Breiðablik – 1
Tobin Carberry, Höttur – 1
Tracy Smith, Skallagrímur – 1
Nathen Garth, Breiðablik – 1
 
Mynd: Það kemst enginn með tærnar þar sem Pavel er með þrennurnar sínar. (Bára Dröfn)