Valsmenn töpuðu gegn ÍA í 1. deild karla í kvöld. Danero Thomas lék ekki með Valsmönnum í leiknum en leikmaðurinn mun vera hættur hjá félaginu. Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals staðfesti þetta við Karfan.is.
 
 
Thomas hættir hjá Val af persónulegum ástæðum en hann segir skilið við Val í 5. sæti 1. deildar þar sem hann hefur verið með 17,1 stig og 8,8 fráköst að meðaltali í leik.
 
Mynd úr safni/ Torfi Magnússon