Eftir nokkuð þétta frammistöðu í vikunni gegn Real Madrid höfðu Malaga ekki erindi sem erfiði gegn sterku liði Olympiacos í fyrsta leik sínum í 16 liða úrslitum Euroleague í F riðlinum.  61:69 varð lokastaða leiksins og það var aðeins í byrjun leiks sem að Malaga komust í forystu en fljótlega höfðu Olympiacos komist í forystu og leiddu með 2 stigum eftir fyrsta fjórðung. 
 
3 stig skildu liðin í hálfleik og þó svo að Olympiacos hafi aldrei náð að stinga af í leiknum voru þeir meira og minna í bílstjórasætinu í leiknum.  Jón Arnór spilaði rúmar 7 mínútur í leiknum og sendi eina stoðsendingu á þeim tíma. 
 
Leikið er nú í tveimur 8 liða riðlum í Euroleague og komast fjögur efstu liðin úr þessum tveimur riðlum í útsláttarkeppni sem fram fer í apríl en úrslitaleikirnir fara fram í Madríd í Maí nk.