Háskólaboltinn fór ekki mjúkum höndum um okkar menn í nótt. Gunnar Ólafsson og félagar í St. Francis Brooklyn töpuðu sínum fyrsta leik í NEC riðlinum og þá mátti LIU skólinn, með þá Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson innanborðs, sætta sig við tap gegn Wagner skólanum. Kristófer Acox og Furman lágu svo á heimavelli þegar VMI kom í heimsókn.
 

Mount St. Mary´s 71-61 St. Francis Brooklyn
Gunnar Ólafsson lék í 18 mínútur en skoraði ekki en hann reif niður tvö fráköst. Þetta var fyrsta tap St. Francis Brooklyn í NEC riðlinum og eru nú fjögur lið á toppi riðilsins með 3 sigra og eitt tap en það eru Gunnar og félagar í St. Francis Brooklyn, Saint Francis University, Bryant og Robert Morris skólinn.
 
Wagner 87-82 LIU
Martin Hermannsson gerði 14 stig, tók 2 fráköst og gaf 4 stoðsendingar fyrir LIU og Elvar Már Friðriksson bætti við 6 stigum, 5 stoðsendingum og 3 fráköstum. Næsti leikur LIU í NEC riðlinum er þann 15. janúar gegn Centeral Connecticut á útivelli.
 
Furman 73-83 VMI
Kristófer Acox hjó nærri tvennunni með 14 stig og 9 fráköst en það dugði ekki til og Furman skólinn varð að játa sig sigraðan á heimavelli. Kristófer var einnig með eina stoðsendingu í leiknum og eitt varið skot.
  
Staðan í NEC riðlinum (St. Francis Brooklyn og LIU)
School NEC Pct. Overall Pct. Streak Home Away Neutral
1. Saint Francis U 3-1 0.750 9-6 0.600 W1 5-0 4-6 0-0
  St. Francis Brooklyn 3-1 0.750 9-8 0.529 L1 4-2 5-5 0-1
  Bryant 3-1 0.750 6-7 0.462 W2 3-2 3-5 0-0
  Robert Morris 3-1 0.750 7-9 0.438 W2 3-3 3-6 1-0
5. Fairleigh Dickinson 2-2 0.500 7-8 0.467 L2 3-2 4-6 0-0
  Mount St. Mary’s 2-2 0.500 6-9 0.400 W2 4-1 2-8 0-0
  Wagner 2-2 0.500 4-11 0.267 W1 4-3 0-8 0-0
8. Sacred Heart 1-3 0.250 7-10 0.412 L2 5-5 1-5 1-0
  LIU Brooklyn 1-3 0.250 5-10 0.333 L1 3-5 2-4 0-1
10. Central Connecticut 0-4 0.000 2-15 0.118 L8 1-5 1-7 0-3
 
Staðan í SoCon riðlinum (Furman)
Basketball (M) Conference Overall
Wofford 4 – 0 13 – 4
Chattanooga 4 – 1 11 – 7
Mercer 4 – 1 9 – 9
ETSU 4 – 2 9 – 5
Western Carolina 3 – 2 8 – 9
The Citadel 2 – 3 7 – 9
Furman 2 – 3 4 – 11
VMI 2 – 4 6 – 11
UNCG 1 – 4 5 – 13
Samford 0 – 6 7 – 12