Helena Sverrisdóttir og lið hennar Polkowice halda sem fastast í annað sætið í pólsku deildinni en í dag lögðu þær lið UMCS Lublin með 80 stigum gegn 67.  Helena að vanda í byrjunarliði Polkowice og skoraði  í þessum leik 18 stig ásam tþví að hirða 2 fráköst á þeim rúmum 27 mínútum sem hún lék.   Polkowice hefur leikið 14 leiki og sigrað 10 af þeim en í efsta sæti deildarinnar er sem fyrr lið Krakáw sem hafa ekki tapað leik í vetur og unnið alla sína 14 leiki.