Það var nóg við að vera í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. LF Basket tók á móti Södertalje þar sem Haukur Helgi fór mikinn og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 11 stig þegar Solna fékk skell á útivelli.
LF Basket 80-86 Södertalje Kings
Haukur Helgi Pálsson fór fyrir LF í kvöld með 23 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Kappinn halaði inn 31 framlagsstigi fyrir vikið en það dugði ekki að sinni.
Boras Basket 87-67 Solna Vikings
Sigurður Gunnar Þorsteinsson gerði 11 stig og tók 6 fráköst í liði Solna.
Hnappurinn við topp sænsku deildarinnar verður bara meira og meira spennandi en sex efstu liðin eru með 34-30 stig og þeirra á meðal eru LF og Sundsvall. LF í 5. sæti með 30 stig og Sundsvall í 3. sæti með 32 stig. Sigurður og félagar í Solna eru í 7. sæti og nokkuð fjarri toppliðunum sex með 18 stig.
Staðan í Svíþjóð
Grundserien
Nr | Lag | M | V | F | P | PG/MP | PPM/MPPM | Hemma V/F | Borta V/F | Hemma PPM/MPPM | Borta PPM/MPPM | Senaste 5 | Senaste 10 | I rad | Hemma +/- i rad | Borta +/- i rad | JM |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | NOR | 24 | 17 | 7 | 34 | 2099/1929 | 87.5/80.4 | 9/3 | 8/4 | 88.8/80.3 | 86.2/80.5 | 4/1 | 7/3 | -1 | +2 | -1 | 3/0 |
2. | SÖD | 22 | 17 | 5 | 34 | 1842/1739 | 83.7/79.0 | 10/1 | 7/4 | 87.1/79.0 | 80.4/79.1 | 4/1 | 8/2 | +2 | +8 | +2 | 4/1 |
3. | SUN | 23 | 16 | 7 | 32 | 1978/1892 | 86.0/82.3 | 9/3 | 7/4 | 87.9/83.4 | 83.9/81.0 | 4/1 | 7/3 | +4 | +9 | +2 | 4/1 |