Keppni í Domino´s deild kvenna hefst á nýjan leik í kvöld eftir jólafrí en þá eigast við Haukar og Snæfell í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Viðureign liðanna hefst kl. 19:30 og von á miklum slag!
 
Íslandsmeistarar Snæfells leiða deildina með 26 stig en þar skammt undan eru Haukar og Keflavík bæði með 22 stig svo Haukasigur í kvöld getur brúað bilið á Hólmara niður í tvö stig eða meistararnir komið sér í sex stiga fjarlægð frá Hafnfirðingum.
 
Þrír leikir fara svo fram annað kvöld þegar þessari fimmtándu umferð lýkur en þá eigast við Valur-KR, Breiðablik-Keflavík og Hamar-Grindavík.
 
Staðan í Domino´s deild kvenna
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Snæfell 13/1 26
2. Keflavík 11/3 22
3. Haukar 11/3 22
4. Grindavík 8/6 16
5. Valur 7/7 14
6. KR 3/11 6
7. Hamar 2/12 4
8. Breiðablik 1/13 2
 
Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson