Klay Thompson hitti úr öllum skotum sínum í 3. hluta leiks Golden State Warriors og Sacramento Kings í NBA deildinni í nótt. Hann skaut 9 þristum í röð á þessum 12 mínútum og skoraði alls 37 stig í 3. hluta. Hann skoraði 52 stig í öllum leiknum, skaut 16/25 utan af velli og þar af 11/15 í þristum. Þegar þú ert á eldi þá ertu á eldi og neglir boltanum í körfuna alveg sama hvar þú stendur.
 
 
Þess má geta að Klay Thompson skoraði sjálfur næst mest ALLRA LIÐA í NBA deildinni í einum fjórðung þetta kvöld.