Miðherjinn Jón Orri Kristjánsson verður ekki með Stjörnunni í kvöld þegar liðið heimsækir Grindavík í Röstina í Domino´s deild karla. Jón Orri er staddur erlendis sökum anna í vinnu.
 
„Þetta kemur frekar illa við okkur sökum þess að Jón hefði verið ákjósanlegur í baráttunni gegn Rodney Alexander,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar við Karfan.is í dag.
 
Mynd/ Jón Orri fyrir miðju ásamt þjálfurunum Kjartani Atla og Hrafni.