Úrvalsdeildarlið Garðbæinga mætti Hamri úr fyrstu deild í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í kvöld. Stjörnumenn sitja líkt og Hamarsmenn í 3. sæti í deildinni sinni og því munar 12 sætum á liðinu í Íslandsmótinu. Þrátt fyrir svo mikinn mun liðanna fór leikurinn fjörlega af stað, Stjörnumenn skoruðu reyndar fyrstu 7 stig leiksins en Hamarsmenn vöknuðu þá og fóru að bíta aðeins frá sér.
 
Stjarnan hafði þó ávallt forskot, en heimamenn ekki langt undan. Í stöðunni 25-13 tóku Hamarsmenn kipp og skoruðu 8 á móti 2 stigum og staðan því 21-27 fyrir Stjörnuna. Gestirnir virtust ætla að rífa sig frá heimamönnum og komust í 23-32, en baráttan frá heimamönnum aðdáunarverð og enn komu þeir til baka 31-33. Þá fannst gestunum komið nóg og settu í úrvalsdeildargírinn.
 
Þeir kláruðu síðan leikhlutann með skoti frá Justin sem geigaði, en Frye var mættur og tróð boltanum með tilþrifum á sama tíma og flautað var til hálfleiks 43-58. Nú var þetta bara formsatriði fyrir Stjörnuna. En Hamarsmenn gáfust aldrei upp og náðu að minnka muninn í 8 stig 50-58. Leikurinn gekk síðan endanna á milli og vantaði alltaf herslumuninn hjá liðunum að ná þessari körfu sem kæmi leiknum í leik eða setja naglann í kistunna. Stjörnumenn voru svo fyrri til að taka áhlaupið og leikurinn var skyndilega kominn uppí 20 stiga mun, og lauk honum 59-81.
 
Úrslitin ráðin og gott betur en það. En Hamarsmenn lögðu þó ekki árar í bát, heldur þvert á móti börðust þeir eins og ljón, fram til síðasta blóðdropa, Já margur er knár þótt hann sé smár, Hamarsmenn skorðuð 12 stig gegn 5 og munurinn 15 stig 71-86, En því miður sigraði Davíð ekki Golíat í þetta skiptið, heldur var það sterkt Stjörnulið sem komst í undanúrslit, og verða því ekki með köttinn í sekknum, heldur nafnið í pottinum þegar dregið verður á morgun. Atkvæðamestur var Justin með 18 stig en Frye bætti við 16, Hjá heimamönnum var það Julian Nelson með 26 stig, og Örn afmælisbarn dagsins skoraði 21 stig.  
 

Umfjöllun/ ÍÖG