Klukkan 3 í nótt, aðfaranótt laugardags, verður hægt að sjá beina útsendingu frá leik Harvard-Westlake Wolverines og Loyola í bandaríska high school körfuboltanum í Kaliforníu.
 
Aaron Glazer sem á íslenska móður og er gjaldgengur í íslensk landslið leikur með Wolverines. Hann leikur í treyju númer 30.
 
Hægt er að sjá leikinn frá klukkan 3 í nótt á SportTV6 sem hægt er að nálgast hér uppi til hægri undir SportTV í beinni.