Næst heitasta eða næst næst heitasta kvennalið Evrópu, Snæfell, tók á móti KR stúlkum í Hólminum í Dominosdeild kvenna. Snæfell komst strax í 6-0 með þristum frá þeim systrum Berglindi og Gunnhildi Gunnarsdætrum. Liðin voru skynsöm í upphafi stilltu upp og ekkert óðagot virtist með í för beggja megin. Björg Guðrún stjórnaði sínu liði af festu í upphafi en oft máttu þær lúta fyrir góðri vörn Snæfells sem kom sér fyrir í flugstjórnarklefanum og leiddu eftir fyrsta hluta 22-7.
Þetta var ekki dagur nýtingar hjá KR svona í upphafi leiks en 7% 1 af 14 niður í tveggja stiga skotum varð að laga. Ekki var fyrir nýtingu í öðtum hluta að fara svona heilt yfir hjá báðum liðum en mörg annars fín skot voru að fara forgörðum og leikurinn ekki spilaður á háu tempói. Gunnhildur Gunnars reif boltan af KR trekk í trekk og var þeim erfið varnarlega og virtust vesturbæingar bogna nokkuð þrátt fyrir að eiga geta miklu betur. Sem þær gerðu undir lok hlutans og unnu hann 11-16 og staðan í hálfleik 33-23 þar sem Snæfell var að slaka heldur mikið á og botninn datt algjörleg úr leik þeirra.
Kristen McCarthy var komin með 12 stig fyrir Snæfell og Berglind Gunnars 6. Í liði KR fór Simone Holmes aðeins að sjást eftir að hafa verið hvergi í upphafi og ver komin með 7 stig og á eftir henni kom Björg Guðrún með 5 stig.
Snæfell var ekki að ná sér upp úr holunni sem duttu í og voru að erfiða með einfaldar sendingar og skot í sóknum sínum en voru hins vegar að halda pínulítið betur um taumana í vörninni þó þær hafi hætt að spila á köflum. KR stúlkur voru hressari að sjá og sjálftraustið jókst og þessi mikla virðing sem þær sýndu Snæfelli í upphafi var að minnka og þær náðu að koma muninum í 9 stig hægt og bítandi 41-32. Staðan eftir þriðja hluta 48-34 og betri leik beggja lið höfum við séð.
Jafnræði var með spilamennsku liðanna og ekki mikið skildi liðin að en KR náðu ekki að koma sér þannig fyrir að saxa meira á en 9-10 stig. Hjá Snæfelli voru Gunnhildur og Kristen fremstar meðal jafningja og í KR var þetta mest rekið áfram á baráttu heildarinnar og Simone Holmes fór að skora betur. Heilt yfir lítill gæða leikur hjá báðum liðum en ljótu leikina verður að spila líka. KR náði að saxa niður 59-55 þegar 15 sekúndur voru eftir og gerðu þetta loks að leik og voru sprækar á síðustu mínútunni á meðan Snæfell beið eftir að leikurinn kláraðist. Snæfell héldu velli í lokin af vítalínunni og lokatölur 63-58.
Snæfell: Kristen Denise McCarthy 20/12 frák. Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/6 stoðs/6 stolnir. Hildur Sigurðardóttir 9/12 frák. Berglind Gunnarsdóttir 9. Helga Hjördís 4/5 frák. Hugrún Eva 4. Rebekka Rán 2. Alda Leif 2. María Björnsdóttir 0. Silja Katrín 0. Anna Soffía 0.
KR: Simone Jaqueline Holmes 26/9 frák. Björg Guðrún 9/5 frák. Helga Einarsdóttir 6. Perla Jóhannsdóttir 5. Bergþóra Holton 4/5 frák. Anna María 3. Sólrún Sæmundsdóttir 3. Þorbjörg Andrea 2. Þórkatla Dagný 0. Gunnhildur Bára 0. Sara Mjöll 0. Elín Þóra.
Umfjöllun/ Símon B Hjaltalín