Kristófer Acox og Furman skólinn lágu í nótt í bandaríska háskólaboltanum en LIU skólinn með þá Elvar Má Friðriksson og Martin Hermannsson innanborðs landaði sigri gegn Central Connecticut
 

Mercer 67-64 Furman
Kristófer Acox var með 9 stig, 6 fráköst, eitt varið skot og eina stoðsendingu á 33 mínútum í tapliði Furman í nótt. Þetta var annar tapleikur Furman í röð en á aðfararnótt sunnudags verður Furman aftur á ferðinni á útivelli gegn The Citadel.
 
Central Connecticut 66-71 LIU
Martin Hermannsson gerði 8 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði LIU á 30 mínútum í leiknum og Elvar Már Friðriksson bætti við 5 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum á 26 mínútum. Stigahæstir í sigurliði LIU voru þeir Landon Atterberry og Gerrell Martin báðir með 17 stig. Eftir sigurinn í nótt er LIU með tvo sigra og þrjá tapleiki í NEC riðlinum í 7. sæti.