Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og stöllur í Norrköping Dolphins heimsóttu Solnahallen um helgina í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Höfrungarnir gerðu góða ferð þarna í námunda við höfuðstað Svía með 47-61 sigri gegn Solna.
 
 
Sigrún fór fyrir höfrungunum með 19 stig, 9 fráköst, eina stoðsendingu og 3 stolna bolta. Með sigrinum skaust Norrköping upp í 4. sæti deildarinnar með 7 sigra og 6 tapleiki.