Elvar Friðriksson spilaði 45 mínútur í tvíframlengdum sigri LIU á Sacret Heart 82-81, með 18 stig og 7 stoðsendingar. Martin bætti við 12 stigum og 3 stoðsendingum á 44 mínútum. Kærkominn sigur hjá Svartfuglunum í bandaríska háskólaboltanum en fyrir leik næturinnar hafði LIU tapað þremur leikjum í röð.
Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 70-70 og staðan svo 75-75 eftir fyrri framlenginguna. Joel Hernandez fór mikinn á lokasprettinum fyrir LIU sem hafði að lokum 82-81 sigur þar sem ekkert var skorað síðustu mínútu framlengingarinnar!
Gunnar Ólafsson og félagar í St. Francis unnu sinn sjötta leik í röð í nótt þegar liðið lagði Fairleigh Dickinson 78-69. Gunnar gerði þrjú stig á átta mínútum í leiknum, var með tvö fráköst og eitt varið skot. St. Francis trónir nú á toppi Northeast Conference riðilsins og er eina taplausa liðið til þessa.
Staðan í Northeast Conference
2014-15 NEC Men’s Basketball Standingsincluding contests through 1/8/2015
School | NEC | Pct. | Overall | Pct. | Streak | Home | Away | Neutral | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | St. Francis Brooklyn | 3-0 | 1.000 | 9-7 | 0.563 | W6 | 4-2 | 5-4 | 0-1 |
2. | Saint Francis U | 2-1 | 0.667 | 8-6 | 0.571 | L1 | 5-0 | 3-6 | 0-0 |
Fairleigh Dickinson | 2-1 | 0.667 | 7-7 | 0.500 | L1 | 3-2 | 4-5 | 0-0 | |
Bryant | 2-1 | 0.667 | 5-7 | 0.417 | W1 | 2-2 | 3-5 | 0-0 | |
Robert Morris | 2-1 | 0.667 | 6-9 | 0.400 | W1 | 3-3 | 2-6 | 1-0 | |
6. | Sacred Heart | 1-2 | 0.333 | 7-9 | 0.438 | L1 | 5-4 | 1-5 | 1-0 |
LIU Brooklyn | 1-2 | 0.333 | 5-9 | 0.357 | W1 | 3-5 | 2-3 | 0-1 | |
Mount St. Mary’s | 1-2 | 0.333 | 5-9 | 0.357 | W1 | 3-1 | 2-8 | 0-0 | |
Wagner | 1-2 | 0.333 | 3-11 | 0.214 | L1 | 3-3 | 0-8 | 0-0 | |
10. | Central Connecticut | 0-3 | 0.000 | 2-14 | 0.125 | L7 | 1-4 | 1-7 | 0-3 |