Í dag, mánudaginn 26. janúar, er síðasti dagur skráninga í Póstmót Breiðabliks og eru félög hvött til að klára sínar skráningar fyrir kvöldið. Leiktímar verða gefnir út daginn eftir, þriðjudaginn 27. janúar.
 
Póstmótið hefur verið eitt stærsta yngri flokka mótið undanfarin ár og gengið einstaklega vel. Í ár fer það fram helgina 31. janúar – 1. febrúar í Smáranum og iþróttahúsinu í Fagralundi.
 
Mótið er fyrir krakka á aldrinum 6-11 ára og leikið er í 6 aldursflokkum. Spilað er 2×12 mínútur, gangandi klukka og eru 4 leikmenn inná í einu. Hvert lið spilar að lágmarki 3 leiki, fá verðlaunapening og gjöf frá póstinum ásamt því að fara í liðsmyndatöku og ljúka sinni dagskrá á um 3 klukkutímum.
 
Í fyrra voru um 700 keppendur í um 130 liðum, við viljum hvetja þjálfara til að skrá frekar fleiri lið en færri og gefa leikmönnum þannig kost á að spila sem flestar mínútur en einungis er greitt fyrir iðkandann en ekki sérstaklega fyrir hvert lið. Mótsgjald er 2500 kr.
 
Póstmót Breiðabliks