Rúnar Ingi Erlingsson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Njarðvíkinga og mun fara á kunnulega slóðir en í dag skrifaði Rúnar undir hjá Breiðablik.  Rúnar lék með Blikum frá góðærinu 2007, yfir bankahrun og til 2009.  ”Ég er bara á þeim tíma á mínum ferli að ég vil vera að spila meira. Ég er að leggja mikið á mig til að láta þetta ganga upp varðandi vinnu mína og ég vil að það sé einnig að skila sér í spilatíma.” sagði Rúnar í samtali við Karfan.is
 
Rúnar spilaði 11 leiki með Njarðvíkingum þetta tímabilið og var með 1 stoðsendingu og 1 frákast að meðaltali í leik.  Þetta er annar bakvörðurinn sem yfirgefur herbúðir Njarðvíkinga á stuttum tíma en Óli Ragnar Alexandersson yfirgaf þá Njarðvíkinga einnig nú í desember og spilar með Snæfell eins og Karfan.is hafði greint frá áður.  Njarðvíkingar skiptu um erlendan leikmann nýverið og fengu til sín Stefan Bonneau sem er einnig bakvörður og því hugsanlega fækkuðu mínútum verulega í þessari stöðu hjá þeim Njarðvíkingum.
 
Mynd: HJ  Rúnar Ingi og Jónas þjálfari Blika handsala samningi