Í gærkvöldi var Pétur Guðmundsson tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ á hófi Íþróttamanns ársins í Gullhömrum. Miðherjinn frægi var snortinn og þakkaði fjölmörgum í ræðu sinni við hófið. Karfan TV ræddi við Pétur í gærkvöldi og sagði hann að líklega yrði þetta kvöld aldrei toppað. Hann tók sérstaklega fram að þakka bæri Ólafi Rafnssyni fyrir þá vegferð sem hófst undir hans stjórn.