Stjórn Körfuknattleiksdeildar Skallagríms og Pétur Ingvarsson hafa komist að samkomulagi um að Pétur láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks Skallagríms. Stjórnin þakkar Pétri samstarfið og óskar honum gæfu og góðs gengis í framtíðinni. Nýr þjálfari Skallagríms verður kynntur til leiks seinna í dag. Skallagrimur.is greinir frá. 
 
 
Skallagrímur vermir botn Domino´s deildarinnar ásamt ÍR og Fjölni en þessi þrjú lið hafa 4 stig í deildinni. 
 
  
Mynd/ Ómar Örn