Pétur Guðmundsson var nú rétt í þessu tekin inn í heiðurshöll ÍSÍ á hófi sem haldið er í sambandi við íþróttamann íslands.  Pétur líkt og flestir vita var fyrstu íslendinga til að leika í NBA deildinni þegar hann spilaði með ekki ómerkari liði en Los Angeles Lakers og svo seinna með San Antonio Spurs.  Pétur lék á íslandi með nokkrum liðum og þegar hann kom svo heim eftir sinn atvinnumannaferil lék hann t.a.m með liði Tindastóls. Pétur sagði við tilefnið að hann væri stoltur og þakklátur og þó hann byggi enn í Bandaríkjunum væri hann fyrst og fremst íslendingur og íslenskur körfuknattleiksmaður.