Grindavík í heimsókn í Hveragerði og Frystikistan búin að vera án vörugjalda í allan vetur og því engin ástæða til að fá frekari afslátt fyrir gestina, sem varð raunin.
Heimakonur höfðu allt að vinna og engu að tapa með Katrínu, Kristrúnu Rut og Þórunni fjarverandi og Jóhanna hætt í vetur. Hamarskonur þó búnar að tvöfalda í þjálfarateyminu og Oddur Ben kominn við hlið hins nýbakaða föðurs, Hallgríms Brynjólfssonar.
 
 
Grindavík ekki með erlendan leikmann eftir að Rachel Tecca hvarf af braut fyrir jólin og nýr leikmaður ekki kominn með leikheimild.
 
Byrjunin var skrikkjótt og lítið skorað í fyrsta leikhluta sem byrjaði ljómandi fyrir heimakonur 4-0 og 8-2 en þó hrukku nokkur skot í körfu hjá gestunum og þær leiddu eftir 1.leikhluta 10-13.
Ef það hefur gengið erfiðlega að skora í vetur fyrir Hamarskonur þá var það ekki raunin í 2.leikhluta sem þær unnu 24-8 þar sem Salbjörg fór á kostum. Vörn heimakvenna var grimm en að sama skapi var hittni gestanna „OFF“
 
Hálfleikur og staðan 34-21 og athyglisvert var að meðan Hamar keyrði á fáum leikmönnum en Grindavík rúllaði meira á leikmönnum þá var villuvandræðin gestamegin. Einnig var Pálína ekki að finna skotin (0/6 3ja stiga) og reyndar ekki neitt að detta gesta megin.
 
Í síðari hálfleik komu Grindavíkurstelpur grimmar til leiks en náðu samt ekki þrátt fyrir viljann að minnka forskot Hamars sem vann leikhlutann 17-15. Pressa Grindavíkur var leyst ágætlega af heimastúlkum en vissulega mikið af töpuðum botlum og tæknifeilum á báða bóga.
 
Seinasti leikhlutinn var sami barningurinn framan af þar sem Petrúnella setti þrist í byrjun og 2ja stiga í kjölfarið en Sóley svaraði með 3 stigum. Staðan 54-41 og 7 mínútur eftir. Hér var Petrúnella kominn í gírinn og það smitaðaist í aðra leikmenn Grindavíkur sem elfdust og sá möguleikann á sigri. Ekki laust við að þær Suðurnesjastúlkur geti bara þakkað Petrúnellu fyrir sigurinn í kvöld sem var háflgert rán, því í síðasta leikhluta setti hún 18 stig og öll vötn fóru að renna Krísuvíkurleiðina. Skynsemin fór aðein út um víðan völl á síðsut mínútunum hjá Hamri og etv. þreytan að segja til sín þar. Það var þó ekki fyrr en Petrúnella setti þrist þegar um rúm hálf mínúta lifði leiks að sigurinn gestanna var ljós. 59-63 og Hamar tapaði boltanum í næstu sókn og leikurinn kláraðist á vítalínunni. Vítanýtingin má kannski segja að hafi gert útslagið en Hamar misnotaði 4 af 31 vítum sínum en Grindavík nýtti öll sín 17 og það taldi drjúgt á ögurstundu. 59-67 sigur gestann a staðreynd.
 
Þó svo að Petrúnella hafi stolið senunni í síðasta leikhluta þá er hún ekki leikmaður kvöldsins að mati undirritaðs en Salbjörg í liði Hamars var með frábæran leik heilt yfir, með 18 stig/20 fráköst og 5 varin skot. 34 framlagsstig í heildina.
 
 
 
Umfjöllun: Anton Tómasson