Mikið hefur verið pælt og spjallað um hvort Dirk Nowitski muni koma til með að spila með Þjóðverjum á komandi Evrópumóti í september.  Þjóðverjar, gestgjafarnir koma til með að hefja leik gegn okkur Íslendingum og í viðtali við FIBA sagðist Dirk vera fullviss um að íslenska liðið myndi ekki gefa neitt eftir í baráttunni við stóru liðin.  ”Þetta er erfiður riðill. Spánn hefur verið eitt besta lið heims síðustu 10 ár. Tyrkland, Serbía og Ítalía eru allt sterk lið og svo er ég viss um að Íslendingar muni koma til með að spila vel á mótinu.  Við verðum að spila af hörku til að ná fram úrslitum en það verður gaman að mótið sé heima í Þýskalandi.” sagði Nowitski meðal annars í viðtalinu. 
 
Aðspurður um hvort hann myndi taka þátt í mótinu sagði hann þetta.
 
“Ég er að einbeita mér að NBA deildinni og að koma Dallas eins langt og hægt er í komandi úrslitakeppni. Ég mun fara yfir þetta að loknu tímabilinu hérna í NBA. Þá mun ég hitta þá hjá sambandinu (Þýska körfuknattleiks) og við munum komast að niðurstöðu sem hentar öllum vel.  Ég verð 37 ára næsta sumar og tel að ég eigi nokkrar mílur enn eftir á skrokknum þannig að ég vil ekki lofa neinu á þessum tímapunkti.” 
 
Þar höfum við það. Dirk mun ákveða sig í lok tímabilsins með MAVS, en víst þykir að Jón Arnór Stefánsson muni koma til með að pressa á sinn gamla liðsfélaga um að mæta og spila með liðinu. En líkast til snýst þetta að miklu leiti um tryggingu á leikmanninum og það þá stöðu þekkir Jón Arnór vel.