Frank Aron Bookers og félagar í OU Sooners gersamlega slökktu á öllum sóknarleik hjá andstæðingum sínum í Texas Tech Red Raiders í gær þegar liðin mættust í Oklahoma. Frá fyrstu mínútu var skellt í lás og enginn griður gefinn þar til flautan gall í lok leiks.
 
Fram að þessum leik höfðu Sooners tapað 2 leikjum, gegn Kansas og Baylor, svo kominn var tími til að spyrna við.
 
Texas Tech setti niður alls 11 skot utan af velli í leiknum, í 52 tilraunum auk þess sem þeir töpuðu 17 boltum. Oklahoma hins vegar setti 32/61 í skotum og hitti vel fyrir utan eða 9/24.
 
Ryan Spangler, framherji á öðru ári var stigahæstur Oklahoma með 20 stig en okkar maður Frank Aron Booker setti 8 stig og var 2/7 í þristum, að viðbættum 4 fráköstum.