Sundsvall Dragons vann í kvöld öruggan 81-76 heimasigur á KFUM Nassjö í sænsku úrvalsdeildinni. Eftir sigurinn er Sundsvall í 2.-5. sæti deildarinnar ásamt Boras, Södertalje og Uppsala en Norrköping Dolphins eru á toppi deildarinnar með 26 stig.
 
 
Shane Edwards var stigahæstur hjá Sundsvall með 15 stig en Ægir Þór Steinarsson bætti við 12 stigum og 6 stoðsendingum. Þá var Jakob Örn Sigurðarson með 11 stig og 5 fráköst og Ragnar Nathanaelsson tók 5 fráköst. Hlynur Bæringsson lék ekki með Sundsvall í kvöld.