St. Francis vann í nótt öruggan sigur á Bryant University í bandaríska háskólaboltanum en lokatölur voru 63-47 St. Francis í vil. Gunnar Ólafsson sem missti af síðasta leik St. Francis sökum veikinda var með í nótt og skoraði 3 stig.
 
 
Gunnar lék í 7 mínútur og skellti niður einum þrist og tók auk þess eitt frákast. Tyreek Jewell var stigahæstur í liði St. Francis með 15 stig og 5 fráköst.
 
Næsti leikur St. Francis í NEC riðlinum er þann 8. janúar næstkomandi gegn Fairleigh Dickinson University en St. Francis fer vel af stað í NEC riðlinum og hefur unnið fyrstu tvo leiki sína. LIU skóli þeirra Elvars og Martin eru einnig í NEC riðlinum með Gunnari og félögum í St. Francis en LIU hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlinum.
  
Mynd/ Gunnar Ólafsson gerði 3 stig í öðrum sigri St. Francis í NEC riðlinum.