Skagamenn tóku á móti Hamarsmönnum á Vesturgötunni í kvöld í sannkölluðum 4ra stiga leik, en Hamarsmenn voru fyrir leikinn í 3. sæti með 14 stig eftir 11 leiki en ÍA var í 4. sæti með 10 stig eftir 10 leiki. Það var því mikið undir hjá báðum liðum að landa sigri í kvöld. Elli Ott kom aftur inn í lið heimamanna eftir veikindi en Oddur Helgi var fjarri góðu gamni í staðinn. Hjá gestunum vantaði Örn og Bigga. Heimasíða ÍA, www.ia.is greinir frá
 
 
Skagamenn settu niður fyrstu körfu leiksins en Hamar svaraði með þremur stigum og allt stefndi í jafnan og spennandi leik. En annað kom á daginn, þegar yfir lauk var þetta í eina skiptið í leiknum sem Hamarsmenn leiddu því Skagamenn svöruðu með 10 stigum í röð, komust í 12-3 og létu forystuna aldrei af hendi og leiddu mest með 20 stigum í leiknum.
 
 
Staðan í 1. deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Höttur 10/2 20
2. FSu 8/3 16
3. Hamar 7/5 14
4. ÍA 6/4 12
5. Valur 5/6 10
6. Breiðablik 5/5 10
7. KFÍ 3/9 6
8. Þór Ak. 1/11 2