Paul Pierce eða “Sannleikurinn/The Truth” eins og hann er jafnan kallaður setti niður í nótt þrist gegn liði Chicago Bulls sem varð til þess að nú er kappinn komin í fjórða sæti fyrir flestar þriggjastiga körfur skoraðar í NBA deildinni frá upphafi. Washington sem hefur verið svokallað spútnik lið vetrarins í NBA deildinni sigraði nokkuð óvænt lið Chicago á heimavelli Bulls og er þetta annað skiptið á innan við viku sem Wizards leggja lið Bulls.
En Pierce setti niður þennan þegar fjórar mínútur voru til loka leiks og kom Wizards í 10 stiga forystu.
Það verður þó langt í það að einhver komi til með að skáka Ray Allen á þessum lista þar sem hann trjónir á toppnum með 2973 þrista eða tæpum 1000 þristum meira en Pierce.
1. | Ray Allen | 2973 |
2. | Reggie Miller* | 2560 |
3. | Jason Terry | 2017 |
4. | Paul Pierce | 1989 |
5. | Jason Kidd | 1988 |
6. | Vince Carter | 1849 |
7. | Chauncey Billups | 1830 |
8. | Rashard Lewis | 1787 |
9. | Jamal Crawford | 1768 |
10. | Peja Stojakovic | 1760 |
11. | Dale Ellis | 1719 |
12. | Kobe Bryant | 1690 |
13. | Steve Nash | 1685 |
14. | Joe Johnson | 1653 |
15. | Kyle Korver | 1623 |
16. | Jason Richardson | 1577 |
17. | Glen Rice | 1559 |
18. | Mike Miller | 1555 |
19. | Eddie Jones | 1546 |
20. | Tim Hardaway | 1542 |