Paul Pierce eða “Sannleikurinn/The Truth”  eins og hann er jafnan kallaður setti niður í nótt þrist gegn liði Chicago Bulls sem varð til þess að nú er kappinn komin í fjórða sæti fyrir flestar þriggjastiga körfur skoraðar í NBA deildinni frá upphafi. Washington sem hefur verið svokallað spútnik lið vetrarins í NBA deildinni sigraði nokkuð óvænt lið Chicago á heimavelli Bulls og er þetta annað skiptið á innan við viku sem Wizards leggja lið Bulls.  
 
En Pierce setti niður þennan þegar fjórar mínútur voru til loka leiks og kom Wizards í 10 stiga forystu. 
 
 
 
Það verður þó langt í það að einhver komi til með að skáka Ray Allen á þessum lista þar sem hann trjónir á toppnum með 2973 þrista eða tæpum 1000 þristum meira en Pierce.
 
1. Ray Allen 2973
2. Reggie Miller* 2560
3. Jason Terry 2017
4. Paul Pierce 1989
5. Jason Kidd 1988
6. Vince Carter 1849
7. Chauncey Billups 1830
8. Rashard Lewis 1787
9. Jamal Crawford 1768
10. Peja Stojakovic 1760
11. Dale Ellis 1719
12. Kobe Bryant 1690
13. Steve Nash 1685
14. Joe Johnson 1653
15. Kyle Korver 1623
16. Jason Richardson 1577
17. Glen Rice 1559
18. Mike Miller 1555
19. Eddie Jones 1546
20. Tim Hardaway 1542