Þór Akureyri og KFÍ spiluðu seinni leik sinn fyrir vestan í dag. Sá leikur endaði með eins stigs sigri heimamanna í KFÍ með körfu Birgis Péturssonar rétt áður en flautan gall. Vic Damasin setti niður stökkskot fyrir Þór þegar 9 sekúndur voru til leikloka og færði þá einu stigi yfir, 73-74. KFÍ keyrðu upp völlinn og í örvæntingu varnarleiks Þórsara gleymdist Birgir aleinn undir körfunni þar sem hann fékk stoðsendingu frá Nebojsa Knezevic og setti niður sigurkörfuna.
 
 
 
Myndband og mynd: KFÍ TV 
 
1. deild karla, Deildarkeppni
 
KFÍ-Þór Ak. 75-74 (21-14, 17-22, 17-19, 20-19)
KFÍ: Nebojsa Knezevic 27/8 fráköst/5 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 22/10 fráköst, Pance Ilievski 18/5 fráköst, Helgi Snær Bergsteinsson 6/6 fráköst, Jóhann Jakob Friðriksson 2/6 fráköst, Gunnlaugur Gunnlaugsson 0, Florijan Jovanov 0, Birgir Örn Birgisson 0, Sturla Stigsson 0, Óskar Ingi Stefánsson 0, Andri Már Einarsson 0, Björgvin Snævar Sigurðsson 0.
Þór Ak.: Frisco Sandidge 25/20 fráköst, Arnór Jónsson 16, Vic Ian Damasin 13, Einar Ómar Eyjólfsson 8/10 fráköst, Elías Kristjánsson 5, Bergur Sverrisson 4, Daníel Andri Halldórsson 3, Jón Ágúst Eyjólfsson 0. Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Gunnar Thor Andresson