Mirza Teletovic, leikmaður Brooklyn Nets og landsliðs Bosníu-Hersegóvínu, var lagður inn á spítala á föstudaginn með sjúkdóm sem kallast “lungnasegarek” eða Pulmonary Embolus. Sjúkdómurinn einkennist af blóðsegum í lungum og getur verið banvænn.
 
Teletovic hafði hvartað yfir þyngslum í öndun og þreytu þegar liðið var í Los Angeles að undirbúa leik gegn Clippers. Upphaflega var hann greindur með ofþreytu og sendur á hótelið að hvíla sig. Tim Walsh, sjúkraþjálfari liðsins vildi hins vegar setja hann í sneiðmyndatöku sem varpaði svo ljósi á ástandið.
 
“Hann hefði getað dáið í fluginu til baka,” sagði Lionel Hollins þjálfari Nets. “Hann hefði hæglega geta dáið.”
 
Teletovic jafnar sig nú á sjúkrahúsi í Los Angeles en hann verður ekki meira með í vetur vegna þessa og óvíst er með þátttöku hans á EM í september.