LF Basket vann í kvöld mikilvægan sigur á Södertalje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Lokatölur 93-74 og LF náði með sigrinum að minnka bilið milli sín og Södertalje niður í tvö stig.
 
 
Haukur Helgi Pálsson gerði 12 stig, tók 5 fráköst og gaf eina stoðsendingu í liði LF á tæpum 24 mínútum en hann hefur verið með 12,4 stig og 4,2 fráköst að meðaltali í leik með LF þetta tímabilið.