Í kvöld lýkur fimmtándu umferðinni í Domino´s deild karla og eru tveir leikir á dagskránni. Gríðarlega þýðingarmikil stig verða á ferðinni í Hertz-hellinum í kvöld þegar botnliðin ÍR og Fjölnir mætast. ÍR situr á botni deildarinnar með fjögur stig og Fjölnir í 10. sæti með 6 stig rétt eins og Skallagrímur í 11. sæti. Þá eigast við Þór Þorlákshöfn og Grindavík í Icelandic Glacial Höllinni. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
 
 
Fyrsta deild karla lætur sig ekki heldur vanta þetta föstudagskvöldið en KFÍ tekur á móti Hamri og Breiðablik fær Val í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15:
 
Þór Þorlákshöfn – Grindavík
ÍR – Fjölnir
 
Leikir kvöldsins í 1. deild karla, 19:15:
 
KFÍ – Hamar
Breiðablik – Valur
 
  
Mynd/ Leikur kvöldsins í Hellinum gæti þegar upp er staðið í deildarkeppninni verið gríðarlega þýðingarmikill – botnbaráttan í algleymingi og von á rosalegum slag!