Það var árið 1975 sem að Mike Krzyzewski þá 28 ára gamall  vann sinn fyrsta leik sem þjálfari hjá Army liðinu í háskólaboltanum.  40 árum seinna stóð Coach K, eins og hann er jafnan kallaður í þeim sporum að sigra sinn 1000. leik í háskólaboltanum. Og hvar annarstaðar betra að gera það en í Madison Square Garden, vöggu körfuknattleiksins.  Ekki blés byrlega fyrir lið hans Duke gegn heimamönnum í St Johns þar sem þeir voru undir 43:39 í hálfleik.  En frábær endurkoma í seinni hálfleik tryggði þeim að lokum sigur, 77:68. 
 
 
Madison Square Garden hefur verið Coack K nokkuð gæfur því þar sló hann einnig met Bob Knight í Nóvember 2011 þegar hann náði sínum 903. sigri og þar með flesta sigra í háskólaboltanum frá upphafi. 
 
 Carmelo Anthony, Chris Mullin og Phil Jackson voru meðal áhorfenda á þessum tímamótaleik hjá kappanum. “Að vinna þúsundasta leikinn hér í þesari höll, þú þarft að vera afar heppinn náungi til þess.” sagði Coach K eftir leikinn. 
 
Krzyzewski hefur nú á 35 ára ferli sínum sem aðal þjálfari Duke unnið 927 leiki og tapað “aðeins” 249.  Fjórir NCAA titlar og 11 ferðir í Final Four hefur kappinn einnig undir beltinu, tölur sem við líkast til sjáum aldrei aftur.