Glimarndi leikur hjá Matthíasi Orra Sigurðarsyni dugði ekki fyrir ÍR í kvöld þegar Breiðhyltingar töpuðu gegn Þór Þorlákshöfn í lokaleik 12. umferðar í Domino´s deild karla. Matthías gerði 28 stig í liði ÍR, tók 4 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. „Við komum okkur af botninum í fyrra og getum vel gert það í ár, við þurfum einfaldlega að finna þetta litla sem vantar,“ sagði Matthías í samtali við Karfan TV í kvöld.