Enn einn spennuleikurinn hjá Martin, Elvari og LIU Brooklyn strákunum en að þessu sinni endaði hann með sigri okkar manna á Fairleigh Dickinson, 80-76. Svartþrestirnir byrjuðu vel og náðu strax 14-6 forystu í upphafi leiks en FD náði svo að minnka muninn. Þegar um 13 mínútur voru eftir af leiknum tók Martin okkar leikinn í sínar hendur.
 
Martin skoraði 11 stig í röð og náði sjö stiga forystu fyrir LIU með 9 mín eftir af klukkunni. FD tókst svo að minnka muninn aftur en með sterkum varnarleik og öryggi á vítalínunni tókst LIU að innsigla sigurinn.
 
Martin skoraði 21 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 4 fráköst á 33 mínútum. Hann bætti við 2 stolnum boltum og tapaði boltanum aðeins 2 sinnum. Martin var öryggið uppmálað á vítalínunni og setti niður 12/15 í skotum þaðan.
 
Elvar Már bætti við 4 stigum og 1 stoðsendingu á 16 mínútum.
 
St. Francis Brooklyn átti leik í gærkvöldi sem endaði með tapi gegn Robert Morris, 67-65. Gunnar Ólafsson lék ekki með í leiknum.
 
Mynd: Martin Hermannsson setti persónulegt met í háskólaboltanum með 21 stig í gær. (LIUathletics.com)