Martin Hermannsson reyndi eftir fremsta megni að draga Brooklyn vagninn áfram í leik LIU gegn Bryant háskólanum í gær. Martin var með 13 stig og komu 10 þeirra í seinni hálfleik. LIU leiddu í hálfleik 32-25 en vörnin féll alveg saman í seinni hálfleik þegar þeir fengu þeir á sig 49 stig. Seint í seinni hálfleik skoraði Martin 6 stig í röð til að minnka muninn niður í 1 stig, 59-60 með rúmar 3 mínútur eftir af leiknum. Bryant innsigluðu svo 69-74 sigur með sökkva niður 10 vítaskotum í röð á lokamínútunum.
 
Martin skoraði eins og áður sagði 13 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á 35 mínútum. Elvar Már Friðriksson skoraði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu á 23 mínútum.
 
Kristófer Acox og hans félagar í Furman Paladins töpuðu fyrir Wofford háskólanum í gær 49-74 eftir skelfilegan fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins 20 stig. Kristófer skoraði 2 stig á 33 mínútum en reif niður 7 fráköst og þar af 4 í sókn.
 
 
St. Francis Terriers sigruðu Central Connecticut skólann 51-63. Gunnar Ólafsson var ekki á leikskýrslu í þeim leik.