Martin Hermannsson hefur spilað gríðarlega vel undanfarið fyrir LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum og fyrir vikið var hann nú í dag valinn nýliði vikunnar í NEC riðlinum. Martin var með 17 stig að meðaltali í leik, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 3,5 stolna bolta. Hann skaut 50% utan af velli og 85% í vítum.
Hann skoraði m.a. 18 stig í seinni hálfleik í sigri LIU á Fairleigh Dickinson í vikunni.
Martin er þriðji leikmaður LIU til að fá titilinn “nýliði vikunnar”, en miðherji liðsins Nura Zanna og okkar eigin Elvar Már höfðu einnig verið sæmdir titlinum í vetur.
Martin er annar stigahæsti leikmaður LIU og fjórði stigahæsti nýliði NEC riðilsins.
Mynd: LIUathletics.com