“Þetta er eiginlega bara hlægilegt,” sagði Martin Hermannsson þegar Karfan.is sló á þráðinn til þeirra félaga í Brooklyn. Neyðarástandi hafði verið lýst yfir í New York borg og Boston fyrir daginn í dag vegna snjókomu og byls sem átti að leggjast þungt á norðausturströnd Bandaríkjanna.
 
“Fólk fer út að skokka í þessu veðri heima,” bætti hann við. “Það snjóar vissulega en ekkert samanborið við það sem gerist heima.”
 
Fram hefur komið í fjölmiðlum vestan hafs að þetta hafi verið – bókstaflega – stormur í vatnsglasi, en stórborgir í Bandaríkjunum virðast alltaf vera illa undir það búnar að það snjói í meira mæli en vanalegt er.
 
Það “versta” á að vera yfirstaðið segja strákarnir í Brooklyn.
 
Mynd: sportal.com.au