Hauka-leikmaðurinn Margrét Rósa Hálfdánardóttir er á sínu fyrsta ári hjá Canisius háskólanum í Buffalo, New York. Árið fór hægt af stað hjá henni en hún hefur unnið sig upp í stöðu sjötta manns í liðinu og er með 4 stig og rúmlega stoðsendingu í leik á 16 mínútum.
 
Canisius Griffs eru 7-11 það sem af er vetri, en þær eru 5-4 í sínum riðli. 
 
Í síðasta leik sigruðu þær Niagra háskólann í framlengingu 66-55 og skoraði Margrét Rósa 7 stig, nokkur mjög mikilvæg í framlengingunni, og tók 6 fráköst. 
 
Hér að neðan er myndband úr leik Canisius og Quinnipiac sem þær töpuðu illa. Margrét (#10) skoraði 11 stig í þeim leik og hitti úr öllum skotum sínum utan af velli.
 
 
Mynd:  Margrét Rósa er að spila vel fyrir Canisius háskólann í Buffalo, NY. (GoGriffs.com)