Magnús Þór Gunnarsson mun ekki leika meira með Grindvíkingum þetta tímabilið af persónulegum ástæðum. Karfan.is náði örstutt í Magnús í morgun.
 
 
„Það kemur bara í ljós hvað gerist, ég er ekki búinn að ræða við einn né neinn og jafnvel fer ég bara í pásu fram á sumar. Það er ekkert komið á hreint í þessu,“ sagði Magnús um viðskilnað sinn við Grindvíkinga.
 
Magnús Þór kveður Röstina með níu leiki, 12,4 stig og 3,1 fráköst að meðaltali í leik.