Magnús Þór Gunnarsson fyrrum leikmaður Grindavíkur hefur sent frá sér eftirfarandy yfirlýsingu við brotthvarf sitt frá klúbbnum:  
 
Yfirlýsing frá Magnúsi Þór Gunnarssyni
 
Þar sem það er orðið opinbert að ég og körfuknattleiksdeild Grindavíkur höfum komist að samkomulagi um að rifta samningi mínum vill ég fá að nota tækifærið og koma fram þökkum til allra Grindvíkinga. Ástæða þess að ég óskaði eftir því að fá að yfirgefa Grindavík er af persónulegum toga og hyggst ég ekki fara nánar út í það. Ég vill hins vegar þakka Grindvíkingum fyrir allt það sem þeir gerðu fyrir mig á þeim stutta tíma sem ég var þar, jafnt innan vallar sem utan, en kannski einna helst fyrir að taka mér sem einum af þeim frá fyrstu mínútu. Grindavík er frábær klúbbur og sá fjöldi fólks sem starfar fyrir klúbbinn er frábær í alla staði. Þá vil ég þakka Jóni Gauta Dagbjartssyni sérstaklega fyrir en annar eins snillingur er vandfundinn.
 
Takk fyrir mig!
kv. Magnús Þór Gunnarsson.