Magnús Þór Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi landsliðsmaður í körfuknatt­leik, æfði með úr­vals­deild­arliði Skalla­gríms í gær en hann er samn­ings­laus. Mbl.is greinir frá.
 
 
Magnús og Grind­vík­ing­ar komust að sam­komu­lagi á dög­un­um um að Magnús myndi hætta að leika með liðinu í Dom­in­os-deild­inni en hann gekk í raðir Grinda­vík­ur síðasta sum­ar frá Kefla­vík.
 
Finn­ur Jóns­son, þjálf­ari Skalla­gríms, staðfesti að Magnús hefði æft með Borg­nes­ing­um í gær þegar mbl.is hafði sam­band við Finn en vildi ekki tjá sig frek­ar um í hvaða far­vegi málið væri.
 
Skalla­grím­ur er í 10. sæti deild­ar­inn­ar með 4 stig eða jafn­mörg og neðstu liðin ÍR og Fjöln­ir.