Ingveldur Magni Hafsteinsson mun koma til með að leika með KR það sem eftir lifir af þessu tímabili en þetta var kunngjört á heimasíðu KR fyrir um klukkustund.  Magni hampaði þeim stóra með KR á síðasta tímabili en sagði skilið við íþróttina sökum verkefna í vinnu sinni.  Nú hefur hinsvegar rofað til í stundatöflunni hjá kappanum og mun hann nú sjá fram á að getað spilað með KR. 
 
Samkvæmt heimasíðu KR þá hefur svo sannarlega ekki vantað uppá löngunina hjá kappanum og augljóslega eru þeir vestubæingar gríðarlega ánægðir með þessar fréttir. Magni var einn af lykilmönnum í meistaraliði KR á síðasta tímabili með um 6 stig og 4 fráköst á leik.  Ógnarsterkt lið KR styrkist því enn frekar fyrir lokasprettinn og augljóst að öllu er tjaldað í að halda þeim stóra í DHL höllinni.