Elvar og Martin í LIU Brooklyn töpuðu fyrir The Mount St. Mary’s háskólanum í Barclays Center í kvöld, 54-61. LIU höfðu verið 10 stigum yfir í hálfleik 19-29 en Svartþrestirnir héldu andstæðingum sínum í aðeins 2 stigum fyrstu 11 mínútur leiksins með stórkostlegum varnarleik. LIU leiddi með mest 17 stigum í seinni hálfleik þar til boltinn vildi ekki ofan í körfuna hjá þeim í tæpar 6 mínútur á meðan St. Mary’s skoraði 13 stig í röð. LIU héldu aðeins lengur í forystuna þar til gestirnir komust gerðu annað áhlaup og í þetta sinn 10-0. Vandræði LIU í sókninni héldu áfram það sem eftir lifði leiks en þeir skutu 3/11 á síðustu 5 mínútum leiksins. 
 
Martin Hermannsson skoraði 10 stig, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á 31 mínútu. Elvar Már skoraði ekkert en hann lék aðeins 19 mínútur í leiknum. 
 
“Vorum með yfirhöndina nánast allan leikinn og leit ekkert út fyrir annað en að við værum að fara taka þetta,” sagði Elvar í spjalli við Karfan.is í gærkvöldi. “Við vorum komnir í 19 – 2 og leiddum með 10 í hálfleik. Í seinni hálfleik réðum við illa við pressuna þeirra og þeir fóru að skora auðveldar körfur. Komu sér þannig inn í leikinn og voru mun sterkari í lokin.” “Við 
 
“Við misstum bara alla einbeitingu og urðum kærulausir,” bætti Martin við.
 
Það vekur athygli hversu lítið Elvar spilaði í leiknum en hann hefur fram að þessu verið með þeim sem spila mest í liðinu. Aðspurður hvort hann hafi meiðst í leiknum svaraði Elvar: “Ég er ekki meiddur nei, bara ekki að spila vel eins og er en maður vinnur sig bara út úr þessu og við mætum vel stemmdir í næsta leik.