Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Solna Vikings og LF Basket nældu sér bæði í góða útisigra en Sundsvall Dragons lá á útivelli gegn Södertalje Kings.
 
 
KFUM Nassjö 73-83 Solna Vikings
Sigurður Gunnar Þorsteinsson landaði myndarlegri tvennu í kvöld með 15 stig, 10 fráköst og 3 varin skot en hann var framlagshæstur Víkinganna með 24 framlagsstig. Eftir sigurinn er Solna í 7. sæti sænsku deildarinnar með 16 stig.
 
ecoÖrebro 63-92 LF Basket
Yfirburðasigur hjá LF þar sem Haukur Helgi Pálsson gerði 12 stig, tók 5 fráköst og stal 2 boltum í liði LF. Með sigrinum í kvöld er LF í 5.-6. sæti deildarinnar með 24 stig rétt eins og Sundsvall en fjögur lið deila með sér toppsætinu öll með 26 stig svo baráttan um deildarmeistaratitilinn er æði hörð í Svíþjóð þessa vertíðina.
 
Södertalje Kings 84-72 Sundsvall Dragons
Hlynur Bæringsson var stigahæstur í liði Sundsvall með 15 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Jakob Örn Sigurðarson bætti við 8 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum. Ægir Þór Stenarsson skoraði 3 stig og gaf 3 stoðsendingar og Ragnar Nathanaelsson gerði 2 stig í leiknum.
 
Staðan í Svíþjóð
Grundserien
Nr Lag M V F P PG/MP PPM/MPPM Hemma V/F Borta V/F Hemma PPM/MPPM Borta PPM/MPPM Senaste 5 Senaste 10 I rad Hemma +/- i rad Borta +/- i rad JM
1. BOR 18 13 5 26 1615/1478 89.7/82.1 7/1 6/4 90.1/79.1 89.4/84.5 3/2 7/3 +3 +4 +1 2/1
2. NOR 19 13 6 26 1656/1546 87.2/81.4 7/3 6/3 87.2/80.0 87.1/82.9 3/2 6/4 -1 -1 +3 3/0
3. SÖD 17 13 4 26 1415/1347 83.2/79.2 8/1 5/3 86.3/79.3 79.8/79.1 4/1 8/2 +2 +6 -1