Nýja árið hófst á tapleik hjá Hauki Helga Pálssyni og LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni en liðið mátti í kvöld fella sig við 99-89 ósigur á útivelli í toppslag gegn Södertalje Kings.
 
 
Haukur gerði 11 stig í leiknum, tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar en stigahæstur í liði LF var Alex Wesby fyrrum leikmaður Sundsvall með 26 stig.
Með sigrinum skaust Södertalje upp í 2. sæti deildarinnar með 24 stig en LF er í 3.-6. sæti með 22 stig.