Hvað er til ráða þegar stuðningsmaður liðs hleypur inn á völlinn í körfuboltaleik? Sumir bíða eftir öryggisvörðum að fjarlægja kauða en aðrir taka málin í sínar hendur. 
 
Það gerði E.J. Rowland, leikmaður tyrkneska liðsins Banvit Bandirma þegar stuðningsmaður Buducnost Voli frá Svartfjallalandi, hljóp inn á völlinn og hrinti liðsfélaga Rowland, Sammy Mejia. 
 
Rowland brunaði á eftir stuðningsmanninum, trekkti aftur hnefann og lét einn vaða í grímuna á vitleysingnum sem átti síns einskis ills von. Sá flaug vankaður í gólfið á meðan stimpingar milli liðanna hófust. Öryggisverðir reyndu að draga mannvitsbrekkuna í burtu þegar Mejia ákvað að svara einnig fyrir sig og réðst á hálfrotaðan moðhausinn á leiðinni út.
 
Lexía dagsins:  Haltu þig upp í stúku þar sem þú getur gargað af þér hausinn. Vertu viðbúinn að taka afleiðingunum ef þú hleypur inn á völlinn.
 
Báðir leikmenn Banvit voru sendir í sturtu mega búast við einhverjum afleiðingum vegna þessa. Buducnost fékk 4 víti og minnkaði muninn í 3 stig en Banvit tókst að samt að tryggja sigurinn.