Fjórtándu umferð í Domino´s deild karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Snæfell tekur á móti Skallagrím í Stykkishólmi í Vesturlandsslagnum og í Keflavík eigast við heimamenn og Þór Þorlákshöfn þar sem vænst er þess að Darrin Govens leiki sinn fyrsta leik fyrir Þór á tímabilinu. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
 
 
Þá er einn leikur í 1. deild karla í kvöld, Hamar tekur þá á móti Þór Akureyri í Frystikistunni kl. 19:15.
 
  
Mynd úr safni: Ómar Örn – Sigurður Þorvaldsson og Hólmarar taka í kvöld á móti grönnum sínum úr Borgarnesi.