Í kvöld fara fram tveir leikir í 1. deild karla en þar á meðal er toppslagur hjá Hetti og FSu sem fram fer á Egilsstöðum kl. 18:30. Hinn leikurinn er viðureign Vals og KFÍ sem hefst kl. 19:30 í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda.
 
 
FSu á einn leik til góða á Hött og sigur hjá Selfyssingum í kvöld getur minnkað muninn á Hött niður í tvö stig en Hattarsigur kemur þeim í sex stiga forystu á toppi deildarinnar. Valur á svo í hörku baráttu um sæti í úrslitakeppninni með 10 stig í 5. sæti en Ísfirðingar eru í 7. sæti með 6 stig.
 
Staðan í 1. deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Höttur 10/2 20
2. FSu 8/3 16
3. Hamar 7/5 14
4. ÍA 6/4 12
5. Valur 5/6 10
6. Breiðablik 5/5 10
7. KFÍ 3/9 6
8. Þór Ak. 1/11 2
 
 
 
Mynd/ Viðar og Hattarmenn taka á móti FSu í toppslag 1. deildar karla í kvöld.