Einn leikur fer fram í 1. deild karla í dag en þá mætast aftur KFÍ og Þór, sannkölluð „station-helgi“ hjá liðunum. Þór hafði betur í leik gærdagsins og landaði sínum fyrstu stigum í 1. deild karla þessa vertíðina. Heimamenn á Ísafirði ætla sér væntanlega að hefna ófaranna.
 
 
Þá mætast Njarðvík og FSu/Hrunamenn kl. 19:15 í 1. deild kvenna í Ljónagryfjunni og mætast þar topp- og botnlið deildarinnar og ljóst að það verður á brattann að sækja hjá Suðurlandskonum.